Einstaklings markþjálfun

 

 

 

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum, hvort sem það á við um í einkalífi eða starfi.

Markþjálfun byggist á samtölum, þar sem fullkomnum trúnaði er heitið og leitast markþjálfi við að aðstoða marksækjanda að virkja sjálfan sig og sjá möguleikana á að ná eigin markmiðum. 

 

Hvaða ávinning hefur þú af því að fara í markþjálfun? 

Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem kennir þér svo margt um sjálfan þig og getu þína til þess að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfun getur hjálpað þér við að setja þér markmið til skemmri eða lengri tíma og framfylgja þeim. 

 

Vilt þú: 

skýrari sýn á hvað þig langar?

trú á sjálfan þig og getu þína?

efla styrkleika þína?

öðlast hugrekki til að fara þína leið og fylgja hjarta þínu? 

finna neista þinn, kraft og löngun? 

hjálp og utanumhald til að ná markmiðum þínum? 

 

Þú þekkir þig best, ég aðstoða þig við að halda utan um púsluspilið til að sjá heildarmyndina. 

 
 

Fyrir hvern er markþjálfun?

Markþjálfun miðar að því að laða fram það besta hjá hverjum og einum. Markþjálfun er því fyrir alla.

Með aðferðafræðinni gefst kostur á að:

auka skilvirkni

skerpa á fókus

bæta árangur, bæði í einkalífinu sem og í starfi

Markþjálfi aðstoðar við að halda utan um púsluspilið þar til heildarmyndin verður skýr. Margir líkja því við að nýjar dyr opnist þar sem komið er auga á ný tækifæri og lausnir. 

Markþjálfun hefur fest sig í sessi undanfarin og ástæðan einfaldlega sú að hún skilar árangri. Þeir sem hafa notið góðrar markþjálfunar segja hana öflugt tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun.  

 

Lærðu að þekkja styrkleika þína og sjáðu lífið í nýju ljósi.

Hvað er að frétta?

Nýjustu fréttir og áhugavert efni frá Eldmóði markþjálfun

Hafðu samband

Sendu mér línu eða hafðu samband í síma: 6937224

Back to Top