Fyrirlestrar og námskeið

Eldmóður markþjálfun býður upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra og námskeiða sérsniðnum fyrir hópinn þinn. Vinsældir markþjálfunnar hafa farið vaxandi og er tilvalið sem hópefli í skólum, á vinnustöðunum eða jafnvel í saumaklúbbnum.

Hópmarkþjálfun

Hópmarkþjálfun má líkja við vinnustofur þar sem myndaðir hafa verið hópar oft á tíðum út frá áhugasviði nemenda eða sameiginlegu markmiði. Hver einstaklingur vinnur að eigin markmiðum en kosturinn er að nemendur geta lært af hvor öðrum á leiðinni. Í hópmarkþjálfun skapast oft góð liðsheild og traust sem eykur persónulegan vöxt og árangur einstaklinga.

Dæmi um hópmarkþjálfun: Nemendur sem vilja auka sjálfstraust sitt.
Allir stefna að sama markmiði en hver og einn setur sér markmið og vinnur að því.

Fyrirtækja markþjálfun

Markþjálfun er öflugt verkfæri sem gefur starfsfólki tækifæri til að efla sig jafnt í starfi sem í einkalífinu.

Hæfileikar hvers og eins þurfa að njóta sín og það hvernig fólk nálgast verkefni sín getur skipt sköpum fyrir árangur innan fyrirtækis. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun eykur árangur starfsmanna og stjórnenda.

Á sama hátt getur markþjálfun aukið starfsánægju, dregið úr starfsmannaveltu og komið í veg fyrir kulnun í starfi.

Markþjálfun fyrir stjórnendur

Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta. Allt leiðir það til verðmætasköpunar.

Á sama hátt getur markþjálfun aukið starfsánægju, dregið úr starfsmannaveltu og komið í veg fyrir kulnun í starfi.

Reynslan hefur sýnt að þau fyrirtæki sem þekkja starfsmenn sína vel, styrkleika þeirra og veikleika og hvetja þá til dáða uppskera margfalt.

Fyrirspurn um fyrirlestra og námskeið

Sérsníði einnig fyrirlestra og námskeið að þínum þörfum.

Back to Top