Fyrirtækja markþjálfun

 

 

 

 

Aukinn árangur með markþjálfun

Markþjálfun er öflugt verkfæri sem gefur starfsfólki tækifæri til að efla sig jafnt í starfi sem í einkalífinu.

Hæfileikar hvers og eins þurfa að njóta sín og það hvernig fólk nálgast verkefni sín getur skipt sköpum fyrir árangur innan fyrirtækis. Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun eykur árangur starfsmanna og stjórnenda.

Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar. Þau fyrirtæki hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, uppbyggileg endurgjöf og virk hlustun er vænlegra til árangurs en stjórnun í fyrirskipunarstíl.

Með markþjálfun er skapað umhverfi þar sem samskiptin eru heiðarleg, skilvirk og endurspeglast af umhyggju. Aðferðin hefur hjálpað mörgum að nýta þá styrkleika sem býr innra með því býr og ná þannig að sinna starfi sínu sem best.

Aukin starfsánægja 

Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta. Allt leiðir það til verðmætasköpunar.

Á sama hátt getur markþjálfun aukið starfsánægju, dregið úr starfsmannaveltu og komið í veg fyrir kulnun í starfi.

Reynslan hefur sýnt að þau fyrirtæki sem þekkja starfsmenn sína vel, styrkleika þeirra og veikleika og hvetja þá til dáða uppskera margfalt.

Með markþjálfun gefst þér tækifæri til að kynnast þér betur, koma auga á þau tækifæri sem standa þér til boða í lífinu, öðlast skýrari stefnu og vinna á styrkleikum þínum.

Það er minn eldmóður að aðstoða fyrirtæki að efla starfsfólk sitt.

 
 

Í hnotskurn

Verðmæti fyrirtækja liggja fyrst og fremst í mannauði. Mannauðurinn skapar virði fyrir fyrirtækin og er lykillinn að góðum árangri. Markþjálfun hjálpar hverjum og einum að efla drifkraft sinn, auka þekkingu og kveikja neista sinn.

 

Fyrirtækja markþjálfun hentar vel til að:

efla starfsfólkið

finna leiðir til að nýta styrkleika hvers og eins

bæta samskiptin á vinnustaðnum

veita uppbyggilega endurgjöf

auka starfsánægju

koma í veg fyrir kulnun í starfi

 

Er markþjálfun fyrir þig?

Hvert vill fyrirtækið stefna?

Hver er forgangsröðunun?

Hverjar eru þarfirnar?

Hvað er að frétta?

Nýjustu fréttir og áhugavert efni frá Eldmóði markþjálfun

Hafðu samband

Sendu mér línu eða hafðu samband í síma: 6937224

Back to Top