Hvert er förinni heitið?

Hvert er förinni heitið?

Það er ótrúlegt hvað gerist þegar þú stekkur um borð í skip og leysir landfestar. Þú ert skipstjórinn og ræður ferðinni. Hvert er förinni heitið?
Þetta var mér ofarlega í huga þegar ég útskrifaðist í vor sem markþjálfi.

En hvað svo?

Hvert stefni ég?

Hvar mun ég enda?

Ég ákvað að stökkva um borð án þess að vita hvert förinni er heitið. Ég kynntist dásamlegu fólki í náminu og eitt leiddi af öðru. Nú er ég búin að stofna mitt eigið fyrirtæki, Eldmóður markþjálfun. Ég er komin með aðstöðu hjá Hive studios, Skemmuvegi 4, Kópavogi þar sem ég er umkringd dásamlegu fólki.

 

Það er gott að vera vel tengdur

Það eru nokkrir aðilar sem mig langar til að þakka sérstaklega:

Huldu Guðmundsdóttur, eigandi Clarito sem hjálpaði mér að öðlast trú á sjálfa mig.

Ingva Steini Ólafssyni, áhugaljósmyndara sem á flestar ljósmyndirnar sem ég notaði á síðunni. Íslensk náttúra og fólk sem tengist mér persónulega eru módelin mín. Þannig fannst mér síðan verða mín.

Írisi Magúsdóttur, eiganda OZZ sem gerði vefsíðuna sem ég vildi hafa skiljanlega en jafnframt persónulega.

Fjölskyldu minni og vinum fyrir góð ráð og stuðning.

Ég er spennt að sjá hvert þetta leiðir mig og er opin fyrir nýjum tækifærum og ævintýrum. Ég er búin að læra að hlutirnir breytast ekki nema maður taki ákvörðun um að gera eitthvað í því og stökkva um borð.

Á hvaða leið ert þú?

Back to Top