Lífsgæðasetur St. Jó.

Lífsgæðasetur St. Jó.

 

Eldmóður fræðslusetur er eitt þeirra fyrirtækja sem er búið að hefja starfsemi sína á nýju Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði.

 

St. Jósefsspítali var byggður árið 1926 af St. Jósefssystrum sem ráku þar spítala til ársins 1987, en þá seldu þær ríki og Hafnarfjarðarkaupstað spítalann. Í húsnæðinu var rekinn spítali til ársins 2011 en þá var spítalanum lokað. 

Núna er St. Jósefsspítali kominn með nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. 

 

Heilsa, samfélag og sköpun eru einkunnarorð Lífsgæðasetursins. 

 

Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið skrifstofu í þessari mögnuðu byggingu. Hér er  fallegt samfélag að byggjast upp og mun Eldmóður leggja sitt af mörkum við að veita Hafnfirðingum góða þjónustu, sem og landinu öllu. 

 

Hlakka til komandi tíma.

 

Fyrir tímabókanir og fyrirspurnir getið þið sent póst á eldmodur@eldmodurinn.is

 

 

 

 

 

Leave a Comment!

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Back to Top