Nýtt ár- ný markmið

Nýtt ár- ný markmið

Þegar nýtt ár er gengið í garð er gott að staldra við og hugsa hvað það er sem þig langar til þess að fá út úr þessu ári.
Markmiðasetning er mjög öflugt verkfæri til þess að ná árangri, hvort sem er í einkalífi eða starfi
.

Fyrir suma getur það reynst óyfirstíganlegt að ætla að setja sér markmið fyrir heilt ár á meðan að öðrum finnst það auðvelt. Það sem mestu máli skiptir er að þú setjir þér markmið sem að henta þér. Það getur þess vegna verið fyrir einn mánuð í einu, allt árið eða hreinlega eina viku í senn. Allt eftir því hvar þú ert staddur/stödd í þínu lífi.

Með markmiðasetningu ertu að taka stjórn á lífinu og stýra því í þá átt sem þú vilt fara.

Að sjálfsögðu stjórnum við ekki öllu sem gerist í lífinu okkar en það hvernig við tökumst á við verkefnin hefur áhrif á útkomuna.

Mér finnst oft gott að hugsa fram í tímann, hvernig líður mér þegar ég er búin að ná markmiðum mínum?
Við getum átt okkur margvísleg markmið. Það getur verið allt frá því að ætla að ná betri heilsu, reyna að komast í gegnum dagana, styrkja vináttubönd, borða hollt, hreyfa sig, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, slaka meira á, læra eitthvað nýtt eða hreinlega að læra að njóta dagsins í dag.

Hvernig ætlar þú að ná þínum markmiðum?

Með því að fara í markþjálfun getur þú fengið aðstoð við að setja þér markmið til skemmri eða lengri tíma og framfylgja þeim.

Hlakka til þess að sjá þig.

Kær nýárskveðja,
Stína

Leave a Comment!

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Back to Top