Skólar & menntastofnanir

 

 

 

 

Markþjálfun í skólum

Markþjálfun snýst um að laða fram það besta í hverjum einstaklingi og nýtist á öllum skólastigum fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. 

Uppvaxtar árin móta okkur sem einstaklinga. Við viljum vera viðurkennd að verðleikum og ákvarðanir kunna að vera teknar með það að sjónarmiði að falla betur inn í hópinn.

Mikil pressa er á ungt fólk í dag og erfitt er að standast kröfur utanaðkomandi áhrifa og má þar helst nefna samfélagsmiðla. Ástríða mín er að efla þá styrkleika sem hvert og eitt ungmenni býr yfir og hjálpa þeim að takast á við hraða og tækni nútímasamfélagsins. Með því að opna augu þeirra fyrir þeim verkfærum sem þau búa yfir, vinna á styrkleikum sínum og efla sjálfsmyndina verða þau betur í stakk búin til að takast á við lífið. Rannsóknir hafa sýnt að ef þér líður vel í einkalífi þá stendur þú þig betur í námi og starfi því allt vinnur þetta saman. 

Markþjálfun gengur út á að fá fólk til að átta sig á eigin getu og getur verið framkvæmd í einstaklings samtölum eða í hópum. Þess ber að geta að í markþjálfun er fullum trúnaði við marksækjanda ávallt heitið.

 

Markþjálfun í skólum hefur sannað sig á undanförnum árum sem öflugt verkfæri til að aðstoða við að:

setja okkur markmið og framfylgja þeim

bæta námsárangur

koma auga á nýja möguleika

bæta eigin frammistöðu hvort sem við á í einkalífinu eða í námi

efla sjálfsöryggið

auka hugrekki til að fara eigin leiðir

bæta samskipti

leysa úr ágreiningum

leggja áherslu á lausnir frekar en vandamál

auka vellíðan

vaxa sem einstaklingur

 
 

Þjónusta og ráðgjöf

 

 

Eldmóður markþjálfun býður upp á kynningartíma fyrir ungmenni þar sem farið verður yfir þau verkfæri sem hægt er að nýta sér til að efla og styrkja sjálfsmynd sína. 

 

Kynningarfundur (1-1,5 klst):

upplifun mín sem unglingur, sjálfsmynd og kynheilbrigði

umfjöllun um vellíðan, styrkleika og eldmóð

kynning á markþjálfun 

spurningar og svör

 

Nemendur fá spurningarlista um sjálfa sig sem eru eingöngu fyrir þau sjálf til að eiga. Svörin gefa þeim góða mynd af því hvar þau eru stödd og hverjar væntingar þeirra og draumar eru.

Að kynningu lokinni eru nemendur meðvitaðir út á hvað verkefnið gengur og gefst tækifæri til að skrá sig í einstaklings markþjálfun eða hóp markþjálfun. 

 

 

 

 

 

Einstaklings markþjálfun í skólum

Nemendur geta bókað tíma í markþjálfun einn dag í viku á skólatíma í samráði við skólayfirvöld. 

Nemendur fá einfaldan spurningarlista í byrjun þjálfunarinnar og eru hvattir til að setja sér eigin markmið með aðstoð markþjálfa sem veitir virka hlustun, uppbyggilega og umfram allt jákvæða endurgjöf.

Áhersla er lögð á að vinna með styrkleika hvers og eins og að nemendur fylgi hjartanu og komi auga á tækifærin í lífinu.

Með verkfærum markþjálfunar og stuðningi markþjálfa geta nemendur unnið að því að finna eldmóð sinn, fá skýrari sýn á framtíðina og leitast við að verða besta útgáfan af sjálfum sér. 

 

Markþjálfun getur nýst þér vel til að:

fá skýrari sýn á hvað þig langar í lífinu

öðlast trú á sjálfan þig og getu þína

finna og efla styrkleika þína

öðlast hugrekki til að fara þína leiðir 

finna neista þinn, kraft og löngun til að framkvæma 

fá aðstoð við að setja þér raunhæf markmið og framfylgja þeim

 

„Hvað vilt þú gera?“

 

 

 

 

 

Hópmarkþjálfun í skólum

Hópmarkþjálfun má líkja við vinnustofur þar sem myndaðir hafa verið hópar oft á tíðum út frá áhugasviði nemenda eða sameiginlegu markmiði. Hver einstaklingur vinnur að eigin markmiðum en kosturinn er að nemendur geta lært af hvor öðrum á leiðinni. Í hópmarkþjálfun skapast oft góð liðsheild og traust sem eykur persónulegan vöxt og árangur einstaklinga.

Dæmi um hópmarkþjálfun: Nemendur sem vilja auka sjálfstraust sitt. Allir stefna að sama markmiði en hver og einn setur sér markmið og vinnur að því.

 

Hópmarkþjálfun getur aðstoða við að:

vinna að sameiginlegum markmiðum 

bæta samskipti

mynda sterkari liðsheild

efla teymisvinnu

finna eldmóð sinn 

efla persónulegan vöxt

fá skýrari sýn á lífið

 

„Hvað vilt þú gera?“

Hvað er að frétta?

Nýjustu fréttir og áhugavert efni frá Eldmóði markþjálfun

Hafðu samband

Sendu mér línu eða hafðu samband í síma: 6937224

    Back to Top