Spurningar og svör

Það eru margar spurningar sem koma upp varandi aðferðafræðina og val á markþjálfa og leitast ég við að svara þeim sem flestum hér. Sendu mér endilega fyrirspurn ef þú hefur spurningar.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum, hvort sem það á við um í einkalífi eða starfi. 

Markþjálfun byggist á samtölum þar sem markþjálfi aðstoðar marksækjanda að virkja sjálfan sig og sjá möguleikana á að ná eigin markmiðum.  

Markþjálfi spyr spurninga sem marksækjandi svarar og aðstoðar því við að halda utan um púsluspilið þar til heildarmyndin verður skýr. Margir hafa líkt upplifuninni við að nýjar dyr opnist þar sem marksækjandi kemur sjálfur auga á ný tækifæri og lausnir. 

Hver er helsti ávinningur minn með því að fara í markþjálfun?

Þeir sem hafa notið góðrar markþjálfunar segja hana öflugt tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun. Lærðu að þekkja styrkleika þína, vinna með þá og sjá lífið í nýju ljósi.

Með markþjálfun gefst kostur á að:

sjá tækifærin í lífinu

auka skilvirkni

skerpa á fókus

öðlast trú á sjálfan þig og getu þína

bæta árangur, bæði í einkalífinu sem og í starfi

finna neista sinn, kraft og löngun til að gera það sem skiptir þig máli

Hvernig er markþjálfun ólík sálfræði?

Markþjálfar eru ekki sálfræðingar og gefa ekki ráð heldur hvetja marksækjanda til að finna svörin við spurningum sem markþjálfinn spyr sjálfur. Með því setur marksækjandi sér sjálfur markmið sem er vænlegt til árangur þar sem hugmyndin er sprottin upp frá einstaklingnum sjálfum. 

 

Hvernig er trúnaði háttað í markþjálfun?

Samtöl milli markþjálfa og marksækjanda eru ávallt í fullum trúnaði samkvæmt reglugildum markþjálfa. 

Hver er sérhæfing þín sem markþjálfi?

Ég tek að mér allar gerðir markþjálfunar s.s. einstaklings markþjálfun, fyrirtækja markþjálfun, hóp markþjálfun og markþjálfun í skólum og hef haft það orð á mér að ná vel til fólks almennt.

Ég hef mikla ástríðu fyrir að aðstoða ungt fólk í sinni vegferð í lífinu þar sem áskoranir í nútímasamfélagi eru margar. Ég næ vel til ungs fólks svo ég myndi segja að þar skeri ég mig úr. Ég er móðir þriggja barna og hef sjálf upplifað margt í gegnum tíðina, gengið í gegnum súrt og sætt varðandi sjálfmynd mína, kynheilbrigði, veikindi mannsins míns og svo margt annað sem mótar okkur sem einstaklinga. 

Fannstu ekki svar við spurningu þinni?

Back to Top